
🎶 Tónlistarhelgi á Hótel Búðum – Friðrik Dór Jónsson 🎶
Komdu og njóttu á Hótel Búðum föstudaginn 18. eða laugardaginn 19. apríl í lifandi tónlist, mat, drykk & dásamlegri gistingu.
Njóttu einstakrar kvöldstundar á Hótel Búðum í fylgd tónlistarinnar sem allir elska! Friðrik Dór Jónsson mun leika fyrir gesti og skapa ógleymanlega stemningu eins og honum einum er lagið í einstöku umhverfi Snæfellsness.
Innifalið í verði fyrir tvo:
- Fordrykkur
- Þriggja rétta kvöldverður
- Tónleikar í hlýlegu andrúmslofti
- Gisting í heillandi herbergi í eina nótt
- Ljúffengur morgunverður
Hótel Búðir er eitt fegursta sveitahótel landsins með mikla sögu og hefur nýlega gengist undir endurbætur, meðal annars með nýbyggingu og fjölgun herbergja. Skelltu þér á viðburð á Snæfellsnesinu sem sameinar frábæra tónlist, ljúffengan mat og kyrrláta fegurð náttúrunnar.
Tryggðu þér sæti í tíma – takmarkað framboð.
Ætli himininn verði bleikur & blár þessa helgi? ... Við hlökkum til að taka á móti þér & þínum!
Ath. Myndir af herbergjum eru teknar úr Standard Superior herbergi úr glænýrri viðbyggingu. Myndir af öðrum herbergjatýpum má sjá inn á heimasíðu Hótel Búða.