Þann 11. Desember mun Bríet halda tónleika á Hótel Búðum. Bríet gaf á dögunum út plötuna Kveðja, Bríet sem hefur sannarlega slegið í gegn. Bríet hefur á síðustu árum stimplað sig rækilega inn sem einn af okkar fremstu tónlistarmönnum enda í senn einstök söngkona og frábær lagahöfundur. Tónleikarnir munu fara fram í Búðakirkju kl. 18 og 20.
Gisting, tónleikar, þriggja rétta veislukvöldverður og morgunverðarhlaðborð 49.900 kr. fyrir tvo.