Gisting, matur & tónleikar - allt þetta á þessu ótrúlega verði fyrir tvo.
Frábær upplifun á Hótel Búðum framundan.
Fyrstu helgina í nóvember ætlar hversdagsskáldið Fannar Ingi Friðjónsson, söngvari og aðal lagahöfundur hljómsveitarinnar Hipsumhaps, mæta á Hótel Búðir ásamt undirleikara. Með sinni ljúfu röddu, grípandi texta um ástina og hversdagsleikann, munu gestir njóta laga eins og Lífið sem mig langar í, Hjarta, Á hnjánum og Góðir hlutir gerast hææægt.
Komdu og njóttu töfrandi vetrardvalar þar sem tónlist mætir hefð og huggulegheita.
Innifalið í verði fyrir tvo:
Tónleikar með Fannari Inga ásamt undirleikara,
dýrindis þriggja rétta kvöldverður,
gisting í eina nótt í heillandi herbergi
og ljúffengur morgunverður morguninn eftir.
Hótel Búðir er tvímælalaust eitt fegursta sveitahótel landsins. Einstakt hótel, með mikla sögu og hefur nú sömuleiðis gengist undir framkvæmdir og endurbætur. Hótelið verður fallega skreytt og töfrandi umhverfið og snævi þaktur Snæfellsjökull mun skapa fullkominn bakgrunn fyrir þessa einstöku dvöl.
Ekki missa af þessu fullkomna vetrarfríi—bókaðu pakkann í tíma og leyfðu þér að hlakka til.
Þetta er lífið sem mig langar í .. sérstaklega á Hótel Búðum!
Ath. Myndir af herbergjum eru teknar úr Standard Superior herbergi úr glænýrri viðbyggingu. Myndir af öðrum herbergjatýpum má sjá inn á heimasíðu Hótel Búða.