
ATH. Eitt "Deluxe herbergi (eldri bygging)" laust.
Í fyrsta skipti, ÓX pop up á Hótel Búðum.
ÓX veitingastaður við Laugaveg í Reykjavík er einn þriggja veitingastaða hér á landi sem hafa hlotið hina þekktu Michelin stjörnu. Nú býðst áhugasömum að mæta á þennan einstaka viðburð á Hótel Búðum, Snæfellsnesi, þar sem Þráinn Freyr Vigfússon matreiðslumeistari og eigandi ÓX ætlar að halda gómsætan og glæsilegan viðburð í anda veitingastaðarins.
Þráinn Freyr þarf vart að kynna; matreiðslumeistari og fyrrverandi Bocuse d’Or keppandi með áralanga reynslu í fremstu röð matargerðar. Auk þess að vera hugmyndasmiðurinn á bak við ÓX, á og rekur hann einnig vinsælu veitingastaðina Sümac og Amma Don, þar sem hann blandar saman hefðum og nýsköpun í einstaka matreiðsluupplifun.
Innifalið í verði:
- Fordrykkur
- Fimm rétta smakkseðill í þema ÓX
- Vínpörun
- Gisting í heillandi herbergi í eina nótt
- Ljúffengur morgunverður
Smakkseðillinn:
Canapé
Skarkoli + wasabi + fíkjulauf
Rófu + andaregg + brúnað smjör
Lúða + kavíar + hörpuskel
Nauta rib eye + vesturós ostur + villtur hvítlaukur
Bláber + mascarpone + pönnukökur
Fordrykkur, fimm rétta kvöldverður í anda Óx ásamt sérvöldu víni, gisting á Búðum og morgunverður daginn eftir. Þetta er svo sannarlega spennandi og einstakur viðburður sem þú vilt ekki missa af!
Hótel Búðir er eitt fegursta sveitahótel landsins með mikla sögu og hefur nýlega gengist undir endurbætur, meðal annars með nýbyggingu og fjölgun herbergja.
Við hlökkum til að taka á móti þér & þínum!
Ath. Myndir af herbergjum eru teknar úr Standard Superior herbergi úr glænýrri viðbyggingu. Myndir af öðrum herbergjatýpum má sjá inn á heimasíðu Hótel Búða.