Gisting, matur & tónleikar - allt þetta á þessu ótrúlega verði fyrir tvo.
Þreyjum Þorrann á Búðum, föstudaginn 24. janúar, í góðum félagsskap!
Komdu og taktu þátt í þorrablóti á Hótel Búðum! Björn Jörundur, Ragnheiður Gröndal og Guðmundur Pétursson munu sjá um að halda uppi stemningunni og þorramaturinn verður framreiddur af sjálfum meisturunum í Múlakaffi. Þetta er frábært tækifæri til að hóa hópnum saman og eiga ógleymanlegt þorrablót í töfrandi umhverfi Snæfellsness.
Innifalið í verði fyrir tvo:
-
Tónleikar með Birni Jörundi, Ragnheiði Gröndal & Guðmundi Péturssyni
-
Dýrindis þorramatur framreiddur af Konungi þorrans Múlakaffi
-
Gisting í heillandi herbergi í eina nótt
-
Ljúffengur morgunverður morguninn eftir
Matseðillinn verður sirka svona:
Súrmeti
-
Hrútspungar – sviðasulta
-
Lundabaggar – lifrapylsa
Nýmeti
-
Hangikjöt – harðfiskur- hákarl
-
Rauðrófusíld – karrýsíld – marineruð síld
-
Rúgbrauð og smjör
-
Sviðasulta – sviðakjammar
-
Köld rófustappa – ítalskt salat
-
Soðið saltkjöt með uppstúf og kartöflum (framreitt heitt)
Nautapottréttur með kartöflumús fyrir þá sem sækjast í stemninguna en síður matinn.
Ef einhver er vegan má gjarnan láta vita með góðum fyrirvara.
Hótel Búðir er eitt fegursta sveitahótel landsins með mikla sögu og hefur nýlega gengist undir endurbætur, meðal annars með nýbyggingu og fjölgun herbergja.
Ekki missa af þessum glæsilega viðburði.
Við hlökkum til að taka á móti þér og þínum í þorragír!
Ath. Myndir af herbergjum eru teknar úr Standard Superior herbergi úr glænýrri viðbyggingu. Myndir af öðrum herbergjatýpum má sjá inn á heimasíðu Hótel Búða.